Ert þú einn af þeim sem finnst erfitt að leita til heilbrigðisþjónustunnar? Finnst þér erfitt að fá áheyrn, nægan tíma til að útskýra vandamálið sem þú glýmir við og jafnvel óttast að fá ekki það sem þarf eða fá ranga meðhöndlun þess vegna. Hvað um þína nánustu? Eru þeir öruggir? Vilt þú læra einfalda tækni til að vera öruggari? Nú er rétti tíminn til að læra að þekkja hvar hætturnar leynast og varast þær.
Jóel sonur minn lést eftir alvarleg mistök á bráðamóttöku barna LSH árið 2001 en ég skrifaði bók um sögu hans. Ég tók saman það sem ég hef lært um þessi mál frá því það gerist því ég verð að gera allt sem ég get til að forða öðrum frá slíkri upplifun á sama tíma og ég heiðra minningu hans.
Þetta efni byggist á bókinni Banvæn mistök í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Hvernig lifir móðir af slíkan missi. Höfundur gefur þrívíddar sýn á heilbrigðisþjónustuna sem nýtist sérstaklega sjúklingum og aðstandendum sem vilja öryggi þegar þeir sækja þjónustuna. Samtímis birtast sjónarhorn sjúklinga, hjúkrunarfræðings, stjórnenda og gæðaþróunnar.
Ég nýt þess í dag að hjálpa fólki sem hefur upplifað sambærileg áföll og kenna forvarnir gegn þessum mistökum (atvikum í heilbrigðisþjónustu). Þess vegna hef ég sett saman þetta námskeið, til að gera reynslu og þekkingu mína og margra annarra aðgengilega almenningi og fagfólki sem vill taka þátt í að auka öryggi í heilbrigðisþjónustunni. Við getum öll lagt okkar af mörkum. Og einmitt þegar við erum veik og þurfum á þjónustu að halda, þá er best tækifærið.
Í námskeiðinu kenni ég fjögur einföld öryggisatriði og hvernig á að nota þau. Við viljum líka verja okkar nánustu og það dýrmætasta sem við eigum, fjölskylduna og börnin. Slysin gerast inni í heilbrigðiskerfinu (kallað atvik í lögum) einmitt þegar við síst eigum von á því enda starfar þar fagfólk sem við treystum. Allir eiga sína misjöfnu daga, við erum mis vel upplögð til vinnu. Þetta á við í öllum starfsgreinum líka heilbrigðisþjónustu. Talið er að 10-14% sjúklinga verði fyrir atviki en atvikaskráning er gerð einmitt svo við getum forðast að þau endurtaki sig. Við sættum okkur ekki við að atvikin endurtaki sig ár eftir ár.
Námskeiðið inniheldur 6 myndbönd (5-17 mínútur hvert) og texta með viðbótarefni fyrir áhugasama.
Ég veit að þú vilt gera allt sem þú getur til að þú og þínir nánustu komist hjá skaðlegri heilbrigðisþjónustu. Ekki sitja uppi með samviskubit af því þú vissir ekki betur. Heilbrigðisþjónusta er ekki svo flókin að við getum ekki varið okkur. Ekki láta sannfæra þig um að þú megir ekki hafa skoðun á því hvað er góð þjónusta.
Mörgum finnst óþægilegt að gagnrýna þá sem eru að gera sitt besta og auðvelt bara að vera jákvæður og þakklátur fyrir það sem við fáum þótt það sé alls ekki fullnægjandi að okkar mati eða jafnvel skapar ótta hjá okkur um að ekki sé allt með felldu. Margir upplifa að ekki sé á sig hlustað og hraðinn í heilbrigðiskerfinu, álagið á starfsmenn fær okkur til að bakka og bara sætta okkur við lélega þjónustu og fá ekki lausnina sem við þurfum. Ef við gerum það verður engin breyting og sá næsti fær líka ófullnægjandi þjónustu. Við verðum að vera sterkari. Þer hægt að gera betur án þess að vera dónaleg eða ókurteisi. Sérfræðingar í heilbrigðiskerfinu eru ekki sérfræðingar í þínu lífi og mega ekki láta þekkingu sína eða álag skaða aðra. Við getum lært bæði af góðum og vöndum sögum.
Vertu með í liðinu sem stendur vörð um góða heilbrigðisþjónustu ekki bíða eftir að allir hinir geri það. Það kemur enginn að bjarga okkur þegar illa fer ekki einu sinni heilbrigðisráðherra eða landlæknir. Gerum það sem við getum núna. Lærum að vera sterkari þegar við tökumst á við veikindi.
Þetta námskeið verður ókeypis í takmarkaðan tíma. Skráðu þig núna.
Ekki bíða lengi því heilsan getur brugðist hvenær sem er og þá er gott að vera tilbúin, líka fyrir þína nánustu.
Lokað verður fyrir aðgang að ókeypis námskeiðinu 1.6. 2023.
Ég er markþjálfi og hjálpa fólki eftir alvarleg mistök (atvik) í heilbrigðisþjónustu og kenni almenningi hvernig varast á mistökin, þekkja hætturnar og standa vörð um að þau fái góða þjónustu.
Verkefni sem ég kalla: Að standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu felst í að efla sjúklinga og aðstandendur í að standa vörð um þá þjónustu sem þau fá á hverjum tíma. Kenna þeim að þekkja hvar og hvenær mistökin eiga sér stað og verjast þeim með einföldum en öflugum hætti. Við erum besta eftirlitið.
Sem manneskja, móðir og amma veit að í veikindum verður mótstaðan minni og hæfnin til að verjast áföllum nánast engin en þess vegna eru til sérstök lög um réttindi sjúklinga og þau ber að virða í alla staði. Uppgjör mitt við sonarmissinn skrifaði ég í bók sem kom út í janúar 2021. Ég trúi því að enginn vilji lenda í þessu og flestir vilja læra að verja sig. Starfsfólk er trúlega einnig á sama máli.
Ég sé fyrir mér að almenningur rísi upp sem öflug hreyfing í að standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu. Þjónustan á að miðast við þarfir fólksins en ekki kerfisins. Öruggi sjúklinga verður ekki til inni á lokuðum skrifstofum starfsmanna og embættismanna heldur í samskiptum starfsmanna og sjúklinga þegar þjónustan er veitt. Við mætumst þar sem jafningjar og manneskjur fyrst of fremst til þess að fá ráð og hjálp þegar heilsan brestur.
Ert þú sjúklingur eða aðstandandi sjúklings sem þarf stuðning og hjálp þegar leitað er til heilbrigðisþjónustunnar? Finnst þér erfitt að gagnrýna og standa á rétti þínum og þarftu betra sjálfstraust til að upplifa að á þig sé hlustað og þú sést öruggu/ur? Þá ertu einmitt á rétta staðnum, ég get hjálpað. Ég hef síðustu 22 árin safnað fróðleik og reynslu um öryggi sjúklinga og veit að það er ekki ríkisstjórnin eða embættisfólk sem hjálpar þegar eitthvað fer úrskeiðis.
Skoðaðu vefsíðnuna mína www.audbjorg.com, Facbook síðuna https://www.facebook.com/audbjorg, youtube rás mína Audbjorg Reynisdottir - þar sem verður fræðsla og upplýsingar sett inn eftir því ég vinn að verkefninu. Námskeið í undirbúningi verða kynnt nánar á samfélagsmiðlum.
Disclosure: Námskeið þetta er fyrst og fremst ætluð í fræðslutilgangi til að styðja fólk í veikindum. Reynslan sem lýst er er ekki dæmigerð eða altæk. Bakgrunnur þinn, menntun, reynsla og siðferði er kannski annað. Dæmin/reynslusögur einstaklinga eru ekki trygging fyrir árangri annarra. Niðurstöður þínar geta verið ólíkar. Leitaðu ráða og frekari upplýsinga til að styrkja þig í þínum ákvörðunum.